Um okkur

Skólamarkþjálfun var stofnuð með upphafi þessarar heimasíðu árið 2014 af Ingu Þóru og Maríu Solveigu. Samstarf okkar má rekja til náms sem við stunduðum samtímis hjá markþjálfafyritækinu Evolvia.
Við féllum strax fyrir fræðunum og vorum sannfærðar um að markþjálfun getur stuðlað að persónulegum vexti og nýjum möguleikum þeirra einstaklinga sem njóta markþjálfunar.  Þar sem við höfum báðar starfað í skólaumhverfi í áratugi langaði okkur til að miðla þessari aðferð inn í skólana.

Á haustmánuðum haustmánuðum 2020 bættist í hópinn okkar markþjálfinn og kennarinn Ingunn Ásta Sigmundsdóttir og föngum við henni og bjóðum hana hjartanlega velkomna.

Hér fyrir neðan má lesa meira um bakgrunn okkar.

inga 2

Inga Þóra Geirlaugsdóttir

Menntun:

ACC vottaður markþjálfi apríl 2016
Markþjálfun, Evolvia 2013
Meistarpróf í sérkennslufræðum frá Háskólanum í Malmö 2006

Starfsreynsla: Starfaði sem kennari og deildarstjóri sérkennslu við grunnskóla Reykjavíkur í uþb. 20 ár. Sérkennsluráðgjafi við Þjónustumiðstöð Breiðholts í hartnær 8 ár og síðustu árin starfað við markþjálfun í skólum. Sjálfstætt starfandi markþjálfi.

     

María Solveig Héðinsdóttir

Menntun: Markþjálfun, Evolvia 2013. Verkefnastjórnun og leiðtogaþálfun hjá Endurmenntun HÍ 2012. Kennarapróf frá Kennaraháskóla Íslands 1981.

Starfsreynsla: Starfaði sem kennari frá árinu 1978 og skólastjóri frá 1985. Stofnaði Tjarnarskóla ásamt Margréti Theodórsdóttur árið 1985  og rak hann í 20 ár. Frá 2019 starfa ég í hálfu starfi sem markþj´álfi  við Fjölbrautaskólann í Breiðholti. 

Ingunn Ásta Sigmundsdóttir

Menntun: ACC vottaður markþjálfi síðan í ágúst 2019. Markþjálfun, grunn- og framhaldsnám hjá Evolvia sept. 2018 – maí 2020. Diplómanám til kennsluréttinda 2009 Uppeldis- og menntunarfræði, BA 2006.

Starfsreynsla: Ég hef starfað sem kennari í Háteigsskóla í Reykjavík frá árinu 2013, mest við stoðþjónustu við nemendur sem þurfa sértækan stuðning í námi.

Stofnaði Eik ráðgjöf, sem er fræðslufyrirtæki fyrir verðandi foreldra, starfaði þar í 2 ár.

Síðastliðin þrjú ár hef ég stýrt námsveri á unglingastigi, þróað starfsemina þar og hefur það öðlast gildandi hlutverk innan skólans. Hef ég einnig verið markþjálfi við skólann í 20% stöðu síðan haustið 2019. Sjálfstætt starfandi hjá ÁS markþjálfun og ráðgjöf – áhersla á ungmenni og fjölskyldur, valdeflingu og alhliða sjálfseflingu fólks.

Við höfum þegar tekið að okkur verkefni í skólum í Reykjavík og erum tilbúnar að deila reynslunni af því og halda kynningar um hvernig markþjálfun getur nýst í skólastarfi. Ef þið hafið áhuga þá hafið samband.