Um okkur

Við sem stöndum að þessari síðu heitum Inga Þóra og María Solveig. Upphaf samstarfs
okkar má rekja til náms sem við stunduðum samtímis hjá markþjálfafyritækinu Evolvia.
Við féllum strax fyrir fræðunum og erum sannfærðar um að markþjálfun getur stuðlað að persónulegum vexti og nýjum möguleikum þeirra einstaklinga sem njóta markþjálfunar.   Þar sem við höfum báðar starfað í skólaumhverfi í áratugi langaði okkur til að miðla þessari aðferð inn í skólana.  Hér fyrir neðan má lesa meira um bakgrunn okkar.

Inga Þóra Geirlaugsdóttir
Menntun:
ACC vottaður markþjálfi apríl 2016
Markþjálfun, Evolvia 2013

Meistarpróf í sérkennslufræðum frá Háskólanum í Malmö 2006

inga 2     

Starfsreynsla:                                                                                                                

Hef starfað sem kennari og deildarstjóri sérkennslu við grunnskóla Reykjavíkur í uþb. 20 ár og sem sérkennsluráðgjafi við Þjónustumiðstöð Breiðholts í hartnær 8 ár.

María Solveig Héðinsdóttir

Menntun:                                                                                                                             Markþjálfun, Evolvía 2013                                                                               Verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun, Endurmenntun HÍ 2012.                                     Kennarapróf frá Kennaraháskóla Íslands 1981.

Screen%20shot%202013-09-08%20at%2010.08.21%20PM

Starfsreynsla:
Starfaði sem kennari frá árinu 1978 og skólastjóri frá 1985. Stofnaði Tjarnarskóla ásamt Margréti Theodórsdóttur, árið 1985  og rak hann í 20 ár.

Við höfum þegar tekið að okkur verkefni í skólum í Reykjavík og erum tilbúnar að deila reynslunni af því og halda kynningar um hvernig markþjálfun getur nýst í skólastarfi. Ef þið hafið áhuga þá hafið samband.