Hvernig nýtist markþjálfun í skóla?

Markþjálfun getur nýst í öllu skólastarfi bæði starfsfólki og nemendum.  Hún getur farið fram í einstaklingssamtölum  eða í hópum.

Unnið er með markmið sem einstaklingurinn setur sér sjálfur, eigin markmið eru mest áhugahvetjandi. Áherslan er lögð á möguleika í stað vandamála .

Sé um nemendasamtöl að ræða verða þau árangursríkari þegar  athyglinni er beint að nemandanum allan tímann og endurgjöfin er uppbyggileg og jákvæð. Samtölin eru algerlega í þágu nemandans.

Markþjálfun stuðlar að góðu og opnu andrúmslofti í skólanum. Hæfni til að miðla eykst, sem leiðir til betri samskipta sem og  til aukinnar samkenndar.

Markþjálfun getur:

 • bætt skólabraginn
 • bætt námsárangur
 • bætt líðan nemenda og starfsfólks
 • minnkað brottfall nemenda
 • bætt samskipti starfsfólks og nemenda
 • aukið hugrekki til breytinga
 • aðstoðað kennara og nemendur við að setja sér markmið
 • stuðlað að meiri sjálfsábyrgð
 • bætt sjálfsmynd og aukið sjálfstraust 
 • aukið hvatningu
 • opnað leiðir til að leysa ágreining
 • nýst til skólaþróunar 

Bækurnar hér að neðan er eftir norska og breska höfunda og lýsa hvernig markþjálfun getur nýst í skólastarfi.

IMG_1388     IMG_1390 (1)

Markþjálfun er verkfæri sem hvetur kennara til að horfa á starf sitt með framþróun í huga

Hvað finnst kennurum sem notið hafa markþjálfunar?

Meiri sjálfbærni:  Starfsfólk  getur leyst sin eigin vandamál sjálft, með því að markþjálfa hvort annað.
”Markþjálfinn sem ég vann með studdi mig einstaklega vel.  Með aðstoð hans tókst mér að finna lausnirnar sjálfur. Og það virkaði. Ég öðlaðist sjálfsöryggi til að takast á við verkefnið upp á eigin spýtur. Mjög gott, takk fyrir” (stærðfræðikennari með 5 ára reynslu).

Sjálfsálit/sjálfstraust: Starfsfólk sem upplifir að á það sé hlustað, en getur sjálft ráðið fram úr eigin málum, finnur til öryggis.
”Besta faglega starfsþróunin sem ég hef fengið síðastliðin þrjú ár. Frábært!
( þýskukennari með þriggja ára starfsreynslu).

Betri skilvirkni: Þessi vinnuaðferð hvetur einstaklinga, hópa og allan skólann til að komast fljótt að kjarna vandamálanna, með því að takast á við þau og halda síðan áfram.
”Hugmyndirnar sem ég fékk í samtali mínu við markþjálfa, notaði ég í kennslu minni. Ég öðlaðist meira sjálfstraust, varð skipulagðari og almennt ánægðari með hvernig mér tókst að mæta nýjum bekkjum. Það hefur virkilega sett mark sitt á kennsluna allt árið í flestum bekkjum.  (Náttúrufræðikennari, með þriggja ára reynslu).

Teymisvinna: Markþjálfun styrkir liðsandann.  Hvers vegna? – Vegna þess að þú þarft ekki að vera sérfræðingur í málefninu sem um er rætt til að geta markþjálfað og aðstoðað annan  við að finna lausnir að verkefninu. Það þýðir að allir hafa eitthvað fram að færa sem veitir ánægju og vellíðan á vinnustað.
”Frábært að sjá málin frá öðru sjónarhorni og komast að niðurstöðu…..saman”.(Náttúrufræðikennari, með tveggja ára reynslu).

Þýtt úr bókinni: The coaching Toolkit ( Shaun Allison and Michael Harbour, 2009, published by SAGE) –

Geta verður þess að í þessum skóla sem um ræðir hafa kennarar fengið námskeið og fræðslu um aðferðir markþjálfunar,  þó svo að þeir hafi ekki réttindi til að kalla sig markþjálfa, hins vegar eru líka kennarar í hópnum með réttindi markþjálfa.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

.