Hvað er markþjálfun?

  • Eins og orðið gefur til kynna er markþjálfun þjálfun í að hitta í mark.
  • Markþjálfun er hreyfing eða breytingarferli sem hver einstaklingur eða hópur getur nýtt sér til þróunar, vaxtar og framfara á eigin ábyrgð.
  • Markmiðið með markþjálfun bæði fyrir einstaklinga og hópa er að sjá og nýta sér þann lærdóm og reynslu  sem maður býr yfir til að koma auga á nýja möguleika og tækifæri.
  • Í gegnum samtal aðstoðar markþjálfi einstaklinginn til að kynnast sjálfum sér betur um leið og hann finnur leiðir til að ná markmiðum sínu.

Markþjálfun, sem er ung fræðigrein undir hatti jákvæðu sálfræðinnar, hefur sannað gildi sitt. Slík fræði nýtast  einstaklega vel í krefjandi skólasamfélagi þar sem áherslan er á styrkleika, jákvæðni og virka hlustun. Það markmið sem vegur þyngst er að leysa úr læðingi jákvæð öfl sérhvers viðmælanda.

Nánar undir blog

IMG_3831